Fjölmiðlamaðurinn geðþekki, Ríkharð Óskar Guðnason, þurfti að éta orð sín í gærkvöldi í kjölfar færslu sem hann birti á X (áður Twitter).
Manchester United tók á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í gær og komust gestirnir í 0-2. Ríkharð birti þá færslu um danskan framherja United, Rasmus Hojlund.
„Hojlund verður leikmaður Sunderland á næstu 2 árum,“ skrifaði Ríkharð en Hojlund hafði ekki enn skorað fyrir United í ensku úrvalsdeildinni frá því hann var keyptur til félagsins í sumar.
United átti þó eftir að snúa við taflinu og vann leikinn 3-2. Það var sjálfur Hojlund sem skoraði sigurmarkið.
Netverjar voru fljótir að skjóta á Ríkharð fyrir ummæli sín fyrr um kvöldið. Hann sjálfur hafði gaman að og birti eftirfarandi mynd:
https://t.co/CEWJIpgjJ4 pic.twitter.com/WVPwEyoelL
— Rikki G (@RikkiGje) December 26, 2023