Ofurtölvan fræga hefur spáð í spilin fyrir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni en fimm viðureignir fara fram.
Ofurtölvan er dugleg að spá fyrir um úrslit leikja og um sigurvegara úrvalsdeildarinnar en hefur þó ekki alltaf rétt fyrir sér.
Það verða óvænt úrslit í fyrsta leik dagsins samkvæmt þessari spá en Newcastle tapar þá heima gegn Nottingham Forest, 1-2.
Liverpool mun vinna sannfærandi sigur á Burnley 4-0 og Manchester United fær stig heima gegn Aston Villa.
Hér má sjá þessa ágætu spá.
Newcastle 1 – 2 Nottingham Forest
Bournemouth 0 – 3 Fulham
Sheffield United 0 – 1 Luton
Burnley 0 – 4 Liverpool
Manchester United 2 – 2 Aston Villa