Sigurður Hlöðversson, Siggi Hlö, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Dregið var í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar í vikunni og var drátturinn nokkur vonbrigði en enginn stórleikur var á dagskrá.
„Ensku liðin tvö sem eru eftir fengu góðan drátt, City mun taka FCK og pakka þeim saman,“ sagði Hrafnkell Freyer um dráttinn.
„Overall frekar leiðinlegur dráttur sem gerir átta liða úrslitin góð.“
Siggi heldur með Manchester United en liðið féll úr leik með stæl. „Við höfðum ekki áhuga á þessu í ár, fara og vinna í sínum innri manni,“ segir Sigurður en hver vinnur þetta í ár?
„City eru alltaf líklegir, ég sé engan annan afgerandi þarna.“
Umræðan er í heild hér að neðan.