Sigurður Hlöðversson, Siggi Hlö, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Siggi styður Manchester United í ensku úrvalsdeildinni en liðinu hefur ekki gengið vel á leiktíðinni.
„Andskotinn, erum við að fara að tala um það?“ spurði hann léttur í þættinum.
Siggi fór þó yfir það af hverju hann fór að styðja United upphaflega.
„Nágranni minn í Breiðholtinu, þar sem ég bjó, Biggi á efri hæðinni. Hann fór í skóla til Manchester, kemur svo með Manchester United hálsmen handa mér til baka, búið að grafa nafnið mitt aftan á. Mér fannst það bara svo geðveikt að ég ákvað að styðja Manchester United. Þannig var búið að setja það lið á mig.“
Umræðan í heild er í spilaranum.