Sigurður Hlöðversson, Siggi Hlö, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Ragnar Sigurðsson var ráðinn aðstoðarþjálfari HK á dögunum og var það til umræðu í þættinum.
„Ómar (aðalþjálfari HK) er að gera vel þarna. Hann er að sækja sér presense því hann er, eins og ég, bara fyrrum neðri deildaspilari. Það er kannski erfiðara að öðlast virðingu þannig þó ég viti að hann sé frábær þjálfari,“ sagði Hrafnkell um þetta.
„Raggi kemur inn með risa presence, sama hvort það sé gagnvart dómurum eða leikmönnum.“
Umræðan í heild er í spilaranum.