Sigurður Hlöðversson, Siggi Hlö, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Siggi styður Víking hér á landi en hann er þó uppalinn í Breiðholtinu.
„Við vorum nokkrir liprir strákar úr Breiðaholtinu í ÍR sem vorum keyptir í Víking með strætókortum og svoleiðis,“ sagði Siggi í þættinum.
Hann sér ekki eftir því að hafa gerst Víkingur í dag.
„Það er ekki leiðinlegt að vera Víkingur í dag. Ég er að vinna aðeins á bak við hjá félaginu, er að styðja við uppganginn þarna. Svo ég á eitthvað í þessu.“
Umræðan í heild er í spilaranum.