Danny Murphy fyrrum miðjumaður Liverpool segir að liðið yrði enskur meistari í ár ef Declan Rice væri í þeirra herbúðum.
Rice var öflugur í 1-1 jafntefli Liverpool og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Rice var keyptur til Arsenal fyrir 105 milljónir punda í sumar og hefur reynst toppliðinu vel.
„Ef það er ungur miðjumaður sem er þarna úti, þá ættu þeir að horfa á Declan Rice og læra. Hann var magnaður,“ sagði Murphy.
„Þessi leikur sannaði mikilvægi Rice og William Saliba fyrir Mikel Arteta. Það eru þeir tveir leikmenn sem Arsenal getur ekki verið án til að vinna deildina.“
„Ég horfði á leikinn og hugsaði með mér, Liverpool yrði enskur meistari með Rice í sínum herbúðum. Hann er það góður.“