Ole Gunnar Solskjær er að snúa aftur til starfa og mun líklega sjást á hliðarlínunni von bráðar.
Frá þessu greinir norski miðillinn NTV Spor en Solskjær hefur ekki þjálfað síðan hann var rekinn frá Manchester United undir lok 2021.
Samkvæmt þessum fregnum er Solskjær að taka við liði Besiktas sem leikur í efstu deild Tyrklands.
Um er að ræða stórlið í Tyrklandi en Solskjær mun taka við af Riza Calimbay sem entist aðeins einn og hálfan mánuð í starfi.
Solskjær verður þriðji stjórinn sem Besiktas ræður á þessu tímabili en gengi liðsins hefur verið fyrir neðan væntingar og er liðið 17 stigum frá toppliðum Fenerbahce og Galatasaray.