Ansi skondið atvik átti sér stað í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er Liverpool og Arsenal áttust við.
Leikurinn er enn í gangi en Gabriel kom Arsenal yfir snemma leiks og jafnaði Mohamed Salah svo fyrir gestina.
Liverpool hefur byrjað leikinn af miklum krafti í seinni hálfleik og er stemningin á Anfield mikil.
Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, var ósáttur með dómara leiksins snemma í fyrri hálfleik og spurði hann einfaldlega hvort hann væri fullur.
,,Ertu búinn að fá þér?“ sagði Van Dijk við dómarann sem virðist hafa misst af ummælunum.
Van dijk asking the ref if he’s been drinking 🤣🤣#LIVARS pic.twitter.com/AwPkKYQe5j
— Ben Bradley (@benbwwfc19) December 23, 2023