Aston Villa tók á móti Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Flestir bjuggust við nokkuð þægilegum sigri Villa sem hefur farið á kostum á leiktíðinni og er í toppbaráttu.
Annað kom hins vegar á daginn en það var Cameron Archer sem kom Sheffield United yfir á 87. mínútu.
Nicolo Zaniolo bjargaði þó stigi fyrir Villa seint í uppbótartíma. Lokatölur 1-1.
Villa er í því í öðru sæti, með jafnmörg stig og Arsenal sem á leik til góða.
Sheffield United er í nítjánda sæti deildarinnar með 9 stig.