Erling Braut Haaland, framherji Manchester City, hefur verið sakaður um að hundsa unga stuðningsmenn Fluminense í aðdraganda úrslitaleiks heimsmeistaramóts félagsliða í kvöld.
City og Flumiense mætast í úrslitaleiknum í kvöld í Sádi-Arabíu og vildu börn sem styðja brasilíska liðið fá myndir af sér með Haaland að sögn brasilískra miðla, en fengu ekki.
Giovanna Costi, eiginkona leikmanns Fluminense, segir að sonur þeirra hafi verið einn af þeim sem ekki fékk mynd af sér með Haaland.
„Þetta var hræðilegt. Henrico er svo leiður. Hann var aðdáandi Haaland en nú vill hann ekki segja nafn hans,“ segir hún við brasilíska fjölmiðla.
„Þetta voru sex börn og þau komust ekki nálægt honum. Hann veifaði þeim ekki einu sinni úr fjarlægð. Hann lét eins og þau væru ekki til.“
Myndband af þessu er hér að neðan.
Haaland negando foto com a flukids 😐 pic.twitter.com/xUuCvOfK9h
— vicᶠᶠᶜ✝️ (@vicc_cvs) December 20, 2023