Eric Bailly, fyrrum leikmaður Manchester United, gæti verið á leið í spænska boltann á ný.
Miðvörðurinn var rekinn frá Besiktas í Tyrklandi á dögunum eftir slæmt gengi liðsins. Var hann einn af fimm leikmönnum sem voru látnir fara.
Þar áður var Bailly í sjö ár á mála hjá United en hann heillaði aldrei mikið á Old Trafford.
Kappinn er frjáls ferða sinna í janúar og gæti endað hjá Villarreal.
Bailly kom einmitt til United frá Villarreal árið 2016 og þekkir því vel til hjá félaginu.
🟡 Villarreal are considering Eric Bailly as an option, working on new centre back for January transfer window.
Bailly, prepared to leave Besiktas and one of the names for Villarreal as @radiocastellon advanced.
Nothing agreed yet, just early stages. pic.twitter.com/sSW6gvQhGO
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 22, 2023