Rodri fór meiddur af velli í sigri Manchester City á Fluminense í úrslitaleik heimsmeistaramóts félagsliða í kvöld.
Julian Alvarez kom City yfir strax á 1. mínútu leiksins. Um miðjan fyrri hálfleikinn var staðan orðin 2-0 þegar Nino skoraði sjálfsmark.
Phil Foden kom City í 3-0 á 72. mínútu leiksins og Alvarez innsiglaði 4-0 sigur með öðru marki sínu á 88. mínútu.
City varð hins vegar fyrir áfalli í seinni hálfleik því Rodri fór meiddur.
Hélt hann um hné sitt og leit þetta alls ekki vel út.
Rodri er gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði City og til marks um það hefur hann verið í banni í þremur leikjum liðsins í úrvalsdeildinni á leiktíðnni. City hefur tapað þeim öllum.