Liverpool-goðsögnin og sparkspekingurinn Jamie Carragher segir að einn leikmaður liðsins gæti fært Arsenal Englandsmeistaratitilinn ef hann væri í þeirra röðum.
Liverpool og Arsenal mætast á morgun í uppgjöri toppliða ensku úrvalsdeildarinnar.
„Ef Arsenal væri með Alisson Becker fengju þeir níu stig aukalega og yrðu þar af leiðandi meistarar,“ segir Carragher um magnaðan markvörð Liverpool.
Hann telur að lærisveinar Jurgen Klopp séu nær Arsenal í dag en menn hefðu haldið.
„Arsenal er ári á undan Liverpool í sinni þróun en liðin eru nær hvoru öðru en Klopp hefði getað ímyndað sér í byrjun tímabils.“