fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Arnar verður áfram með Víking – „Tilboð Norrköping var ekki nálægt því sem við teljum virði Arnars Gunnlaugssonar vera“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 22. desember 2023 16:42

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn knattspyrnudeildar Víkings hefur hafnað tilboði sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping í Arnar Gunnlaugsson þjálfara, karlaliðsins.

Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins en einnig kemur fram að það hafi slitið viðræðum við Norrköping.

„Tilboð Norrköping var ekki nálægt því sem við teljum virði Arnars Gunnlaugssonar vera. Því ákvað félagið að afþakka frekari samningaviðræður og setja allan fókus á undirbúning fyrir næsta tímabil.

Arnar er afar fær þjálfari og mikilvægur okkur Víkingum og er ég afar spenntur fyrir áframhaldandi samstarfi með Arnari,“ segir Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, við heimasíðu félagsins.

Þetta eru ansi stórar fréttir fyrir Víkinga og Bestu deildina í heild en margir héldu að Arnar væri á förum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Í gær

Ísak Snær á leið til Danmerkur

Ísak Snær á leið til Danmerkur
433Sport
Í gær

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum