David Ornstein hjá The Athletic segir að Manchester United sé til í að skoða það að selja þrjá leikmenn í janúar til að fjármagna kaup á nýjum leikmönnum.
Anthony Martial gæti farið frá félaginu en samningur hans er á enda næsta sumar og fær hann ekki nýjan samning.
Ólíklegt er að United fái væna summu fyrir franska framherjann.
Raphael Varane gæti einnig farið en Real Madrid skoðar það að fá hann aftur vegna meiðsla í vörn þeirra. Þá er Jadon Sancho til sölu en ekki er vitað hvort einhver vilji kaupa hann.
Ornstein segir að framherji sé efstur á óskalista United en liðið vill fá samkeppni fyrir Rasmus Hojlund.
Þá hefur Erik ten Hag áhuga á því að fá inn miðvörð sem spilar hægra megin og er þá hugsaður með Lisandro Martinez í hjarta varnarinnar.