fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Ornstein segir að United sé til í að selja þessa þrjá til að geta keypt nýja leikmenn í janúar

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. desember 2023 20:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Ornstein hjá The Athletic segir að Manchester United sé til í að skoða það að selja þrjá leikmenn í janúar til að fjármagna kaup á nýjum leikmönnum.

Anthony Martial gæti farið frá félaginu en samningur hans er á enda næsta sumar og fær hann ekki nýjan samning.

Ólíklegt er að United fái væna summu fyrir franska framherjann.

Raphael Varane gæti einnig farið en Real Madrid skoðar það að fá hann aftur vegna meiðsla í vörn þeirra. Þá er Jadon Sancho til sölu en ekki er vitað hvort einhver vilji kaupa hann.

Ornstein segir að framherji sé efstur á óskalista United en liðið vill fá samkeppni fyrir Rasmus Hojlund.

Þá hefur Erik ten Hag áhuga á því að fá inn miðvörð sem spilar hægra megin og er þá hugsaður með Lisandro Martinez í hjarta varnarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona