Dómstóll í Evrópu hefur úrskurðað að FIFA og UEFA hafi brotið lög og reglur um samkeppni þegar þeir brugðust við Ofurdeildinni árið 2021.
12 af stærstu félögum Evrópu ætluðu sér að stofna Ofurdeildina og skilja sig frá Evrópukeppnum UEFA.
Vakti þetta hörð viðbrögð en þessi niðurstaða æðsta dómstóls Evrópu vekur athygli.
Óttast margir að með þessu fái forráðamenn þessara félaga þá hugmynd að keyra Ofurdeildina aftur í gang. Myndi hún tryggja fjárhag margra þeirra.
Ofurdeildin á að vera deild þar sem öll stærstu lið Evrópu eru með öruggt sæti í deildinni á hverju tímabili. Ekki þarf því að óttast um að ná ekki inn í Meistaradeildina eins og í dag.
Lið á Spáni og Ítalíu eru sögð mjög spennt fyrir hugmyndinni að keyra þetta aftur af stað en ensku liðin hafi haldið sig frá þessu undanfarið.