fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
433Sport

Nýr eigandi United íhugaði að kaupa annað lið: Hefði kostað um tvo milljarða – ,,Væri það gaman?“

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. desember 2023 13:34

Sir Jim Ratcliffe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Graeme Souness, goðsögn Liverpool, hefur greint frá ansi áhugaverðu samtali sem hann átti við milljarðamæringinn Jim Ratcliffe.

Ratcliffe er nú að tryggja sér 25 prósent hlut í Manchester United en hann íhugaði áður að festa kaup á Chelsea.

Ratcliffe leitaði til Souness á sínum tíma og vildi fá ráð varðandi kaup á Chelsea en ekkert varð úr þeim viðskiptum að lokum.

,,Við fáum okkur sæti og hann segist vera að íhuga að kaupa Chelsea. Hann spyr hvort að það sé sniðug ákvörðun og ég segi já, að þetta sé rétti tíminn. Ég hugsaði með mér að Roman Abramovich væri að fá nóg af verkefninu,“ sagði Souness.

,,Hann spurði mig hvað þetta myndi kosta og ég talaði um tvo milljarða. Hann vildi svo vita hvað það þyrfti til að gera það sama og Real Madrid hefur gert og sigrað Evrópu undanfarin ár. Við búum í bestu borg heims, London, af hverju er ekki lið hér sem getur gert það sama og Real Madrid?“

,,Ég svaraði að það væri ekki ómögulegt verkefni en að heppnin þyrfti að vera til staðar og miklir peningar. Hann spurði hversu miklir peningar og ég talaði um fjóra eða fimm milljarða á næstu tíu árum. Hann svaraði: ‘Væri það gaman?’

Ratcliffe ákvað að lokum að stíga til hliðar í viðræðum um kaup á Chelsea en mun hafa sitt að segja er hann eignast hlut í Manchester United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svimandi há laun Ten Hag fyrir nokkra mánuði í Þýskalandi

Svimandi há laun Ten Hag fyrir nokkra mánuði í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Birkir verður heiðraður á föstudag

Birkir verður heiðraður á föstudag
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
KSÍ í þjálfaraleit
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mikil sorg ríkir eftir að fjölskyldufaðir lést við líkamsrækt

Mikil sorg ríkir eftir að fjölskyldufaðir lést við líkamsrækt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fékk spurninguna sem íslenska þjóðin veltir fyrir sér – „Nei, það kemur bara í ljós“

Fékk spurninguna sem íslenska þjóðin veltir fyrir sér – „Nei, það kemur bara í ljós“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stoltur Gísli í landsliðinu í fyrsta sinn – „Eitthvað sem maður stefnir alltaf að“

Stoltur Gísli í landsliðinu í fyrsta sinn – „Eitthvað sem maður stefnir alltaf að“
433Sport
Í gær

Konurnar í United ósáttar – Borguðu eigið flug til að komast fyrr heim

Konurnar í United ósáttar – Borguðu eigið flug til að komast fyrr heim
433Sport
Í gær

Carragher hendir fram furðulegri kenningu um það af hverju ekki er búið að reka Amorim

Carragher hendir fram furðulegri kenningu um það af hverju ekki er búið að reka Amorim