fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433Sport

Varpa sprengju í morgunsárið um stjórastarfið hjá United – Nýr eigandi þegar búinn að hitta hann og vill að hann taki við

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. desember 2023 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Jim Ratcliffe ætlar sér að ráða inn Graham Potter sem næsta stjóra Manchester United ef marka má frétt breska götublaðsins The Sun.

Sæti Erik ten Hag, núverandi stjóra United, er ansi heitt en liðinu hefur gengið illa í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð og endaði þá á botni síns riðils í Meistaradeild Evrópu.

Ratcliffe mun á næstu dögum eignast 25% hlut í United og tekur hann yfir stjórn á fótboltahlið félagsins. Sagt er að hann hafi þegar hitt Potter og rætt við hann um að taka við ef Ten Hag fer.

Milljarðamæringurinn er mikill aðdáandi Potter og hefur einnig reynt að ráða hann til Nice, sem einnig er í hans eigu.

Potter hefur verið án starfs síðan í apríl. Á dögunum hafnaði hann því að taka við Stoke í ensku B-deildinni. Er hann aðeins til í að snúa aftur til starfa fyrir stórlið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allir starfsmenn Tottenham fá frían miða á úrslitaleikinn en starfsmenn United ekki neitt

Allir starfsmenn Tottenham fá frían miða á úrslitaleikinn en starfsmenn United ekki neitt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir Trent hafa gert ráð fyrir harkalegum viðbrögðum

Segir Trent hafa gert ráð fyrir harkalegum viðbrögðum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Ancelotti að taka við

Allt klappað og klárt – Ancelotti að taka við
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skiptar skoðanir á því hvort Greenwood eigi afturkvæmt en tvö félög kanna möguleikann á að fá hann

Skiptar skoðanir á því hvort Greenwood eigi afturkvæmt en tvö félög kanna möguleikann á að fá hann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þá aumkunarverða – „Takið til í hausnum á ykkur, trúðar“

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þá aumkunarverða – „Takið til í hausnum á ykkur, trúðar“
433Sport
Í gær

Segir hegðun hins umdeilda eiganda vera hneyksli – Sjáðu uppákomuna

Segir hegðun hins umdeilda eiganda vera hneyksli – Sjáðu uppákomuna
433Sport
Í gær

Besta deildin: Víkingar á toppinn

Besta deildin: Víkingar á toppinn
433Sport
Í gær

,,Manchester united þarf að vera topp eitt“

,,Manchester united þarf að vera topp eitt“