fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Líkur á að Karius spili fyrsta Meistaradeildarleikinn frá því martröð Liverpool í Kænugarði átti sér stað

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. desember 2023 13:00

Karius eftir leikinn örlagaríka 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru líkur á því að Loris Karius standi í marki Newcastle gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Um er að ræða ansi mikilvægan leik en enska liðið þarf að sigra og treysta á að Paris Saint-Germain vinni Dortmund ekki til að komast í 16-liða úrslit.

Newcastle er í mikilli markvarðakrísu en Nick Pope verður lengi frá. Þá er Martin Dubravka varamarkvörður að glíma við meiðsli.

Því er líklegt að Karius verði í rammanum.

Yrði þetta fyrsti Meistaradeildarleikur hans síðan í úrslitaleik keppninnar 2018 þegar hann gerði tvö skelfileg mistök í tapi Liverpool gegn Real Madrid.

Newcastle íhugar að fá sér markvörð í janúar og eru þeir David De Gea og Aaron Ramsdale til að mynda sagðir á óskalistanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool setur allt á fullt til að reyna að semja við þessa tvo

Liverpool setur allt á fullt til að reyna að semja við þessa tvo
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“
433Sport
Í gær

Ásgerður segir þörf á naflaskoðun á Íslandi – „Finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu“

Ásgerður segir þörf á naflaskoðun á Íslandi – „Finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu“