fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Er Ten Hag búinn að finna leið til að losa sig við Sancho? – Myndi fá annan leikmann í staðinn fyrir hann

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 11. desember 2023 09:34

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er kominn með nóg af fréttunum í kringum Jadon Sancho og leitar leiða til að losa hann.

Sancho hefur ekki mátt koma nálægt aðalliði United unfanfarna mánuði eftir uppþot hans og Ten Hag á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum eftir tap gegn Arsenal snemma á leiktíðinni.

Það eru því allar líkur á að Englendingurinn ungi sé á förum og hefur hans fyrrum félag Dortmund verið nefnt til sögunnar, en þaðan kom Sancho til United á 73 milljónir punda sumarið 2021.

Nú segir Sport á Spáni hins vegar frá því að United vilji fá Raphinha frá Barcelona og nota Sancho til þess.

Samkvæmt miðlinum hyggst United bjóða Sancho til Barcelona fyrir Raphinha.

Raphinha hefur skorað tvö mörk og lagt upp fimm á þessari leiktíð með Barcelona en hann hefur komið við sögu í 15 leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sádarnir á fullu að reyna að fá Messi

Sádarnir á fullu að reyna að fá Messi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Coutinho losnaði loksins frá Villa

Coutinho losnaði loksins frá Villa
433Sport
Í gær

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“
433Sport
Í gær

Dagný eftir tapið: ,,Ætluðum okkur stærri hluti“

Dagný eftir tapið: ,,Ætluðum okkur stærri hluti“