fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Framtíð hans virðist endanlega ráðin eftir þessi ummæli Guardiola

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 8. desember 2023 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nokkuð ljóst að Kalvin Phillips er á förum frá Manchester City á næstunni.

Miðjumaðurinn gekk í raðir City frá Leeds fyrir síðasta tímabil en hefur engan veginn tekist að festa sig í sessi hjá þreföldu meisturunum. Er hann að keppa við Rodri um byrjunarliðssæti sem hefur reynst þrautinni þyngri.

Phillips er því á förum og hefur verið orðaður við nokkur félög innan Englands sem utan.

Pep Guardiola, stjóra City, finnst leitt að hafa ekki getað leyft Phillips að spila meira.

„Mér þykir leitt með ákvarðanirnar sem ég hef tekið í kringum hann og mínúturnar sem ég hef ekki gefið honum,“ segir hann.

„Ég á bara erfitt með að koma honum inn í liðið. Fyrirgefið, ég get ekki sýnt neina miskunn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa