fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433Sport

Manchester United bannar fjórum fjölmiðlum að mæta á blaðamannafund dagsins vegna umfjöllunar undanfarið

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. desember 2023 11:23

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester Evening News greinir frá því á vef sínum að fjölmiðlinum hafi verið bannað að mæta á blaðamannafund Erik ten Hag, stjóra Manchester United, af félaginu vegna umfjöllunnar um slæmt gengi liðsins undanfarið.

Þá segir Manchester Evening News að fjölmiðillinn sé einn af fjórum sem hefur verið meinað að mæta á fund dagsins sem kemur í aðdraganda leiks liðsins gegn Chelsea annað kvöld.

United hefur átt verstu byrjun á tímabili frá því félagið féll síðast úr efstu deild og hefur Manchester Evening News verið mjög gagnrýnið á stöðuna. United gefur upp að ástæðan fyrir banninu sé að fjölmiðillinn hafi ekki haft samband við félagið í tengslum við frétt sem fjallaði um að margir leikmenn United væru að missa trúna á Ten Hag.

Manchester Evening News segir einnig í grein sinni um bannið frá fundinum í dag að fjöldi blaðamanna hafi kvartað undan því að samskiptafulltrúi United, Andrew Ward, hafi meinað þeim að spyrja ákveðinna spurninga á blaðamannafundum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir Trent hafa gert ráð fyrir harkalegum viðbrögðum

Segir Trent hafa gert ráð fyrir harkalegum viðbrögðum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Færa leikinn í Garðabænum – Leikið í körfunni sama kvöld

Færa leikinn í Garðabænum – Leikið í körfunni sama kvöld
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Verður líklega sá dýrasti í sögunni ef hann fer

Verður líklega sá dýrasti í sögunni ef hann fer
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu hvað liðsfélagi Trent gerði eftir að stuðningsmenn Liverpool bauluðu á hann í gær

Sjáðu hvað liðsfélagi Trent gerði eftir að stuðningsmenn Liverpool bauluðu á hann í gær
433Sport
Í gær

Segir hegðun hins umdeilda eiganda vera hneyksli – Sjáðu uppákomuna

Segir hegðun hins umdeilda eiganda vera hneyksli – Sjáðu uppákomuna
433Sport
Í gær

Casemiro gefur í skyn að hann vilji halda áfram á Old Trafford

Casemiro gefur í skyn að hann vilji halda áfram á Old Trafford