fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Geir furðulostinn yfir ákvörðun Vöndu og hennar stjórnar – „Annað er uppgjöf“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 5. desember 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að fara fram á það að umspilsleikur kvennalandsliðsins í febrúar fari fram erlendis. Er þetta gert þrátt fyrir að fjöldi leikvanga hér á landi séu löglegir í leikinn.

UEFA gerir aðeins kröfu á „Category 4“ völl í þetta verkefni sem Þjóðadeild kvenna er, þrátt fyrir að Laugardalsvöllur sé óleikhæfur mætti spila á Hlíðarenda, Kópavogsvelli og á fleiri stöðum.

Mörgum þykir það furðulegt að sambandið fari í þá vegferð að fara með leikinn úr landi, þegar þess þarf ekki.

Þessi umræða hefur verið í loftinu og kom einnig upp í kringum mögulega karlalandsleiki, UEFA gerir hins vegar miklu meiri kröfur til vallarmála þar en í Þjóðadeild kvenna.

Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSí botnar hvorki upp né niður í því að sambandið ætli með leikinn úr landi þegar þess þarf ekki. „Þetta er ótrúlegt, sjálfstætt knattspyrnusamband fulltrúi sjálfstæðrar þjóðar, hvers vegna að láta frá sér heimaleik sem Íslendingar eiga rétt á?,“ segir Geir í ummælum á Facebook síður Sigurðar Helgasonar sem vakti athygli á málin.

Geir segir að fjöldi leikja fari fram utandyra í lok febrúar á Íslandi. „Þessa viku (í lok febrúar / byrjun mars 2024) munu væntanlega fara fram tugir leikja utandyra í knattspyrnu í mótum m.a. á vegum KSÍ. Vitanlega getur veður haft áhrif og getur reyndar gert það alla mánuði ársins á Íslandi. Draumur um nýjan leikvang verður að veruleika en meðan beðið er verðum við að gera það besta úr stöðunni. Nei, leikurinn hlýtur að fara fram á Íslandi, annað er uppgjöf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Xavi er að skrifa undir hjá Tottenham

Allt klappað og klárt – Xavi er að skrifa undir hjá Tottenham
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim mætti vansvefta á æfingasvæði United

Amorim mætti vansvefta á æfingasvæði United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fær að dvelja í London næstu daga – Tottenham komið í slaginn við Chelsea

Fær að dvelja í London næstu daga – Tottenham komið í slaginn við Chelsea
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3
433Sport
Í gær

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik
433Sport
Í gær

Íslendingar að störfum í Sviss

Íslendingar að störfum í Sviss