fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Lést aðeins tveimur dögum fyrir afmælisdaginn: Númerið lagt á hilluna – ,,Einn vinalegasti og elskulegasti drengur sem þú gast fundið“

433
Laugardaginn 2. desember 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarleg sorg ríkur nú á meðal margra sem tengjast knattspyrnufélaginu Margate sem leikur í neðri deildunum á Englandi.

Strákur að nafni Michael Britt lét lífið á fimmtudag aðeins tveimur dögum fyrir 21 árs afmæli sitt.

Um var að ræða efnilegan strák sem var fyrirliði FC Baypoint sem er varalið Margate og átti hann framtíðina fyrir sér.

Michael byrjaði að spila fyrir Margate þegar hann var aðeins sex ára gamall en vegna heilsuvandamála þurfti hann að taka sér frí um skeið.

Michael sneri aftur í U23 lið Margate á þessu tímabili en fyrir helgi var andlát hans staðfest.

Það var alltaf draumur leikmannsins að ná langt sem knattspyrnumaður og bjóst Margate við að hann yrði hluti að aðalliðinu í framtíðinni.

Margate hefur staðfest það að númer hans verði lagt á hilluna en Michael klæddist treyju númer tvö nánast allan sinn feril.

,,Þetta var einn vinalegasti og elskulegasti drengur sem þú gast fundið og við fengum að njóta þess að kynnast honum,“ sagði í tilkynningu Margate.

,,Við munum öll sakna þín, þvílíkur strákur og þvílíkur fyrirliði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfest að Sveindís fari og er hún mikið orðuð við Manchester United

Staðfest að Sveindís fari og er hún mikið orðuð við Manchester United
433Sport
Í gær

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga