fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Onana skoðar að mæta ekki í landsliðið – Gæti fengið bann frá því að spila með United

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 1. desember 2023 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andre Onana markvörður Manchester United er að skoða það að mæta ekki í Afríkukeppnina með landsliði sínu Kamerún.

Onana snéri aftur í landsliðið í haust en hann yfirgaf landsliðið á HM í Katar vegna ósættis við þjálfara sinn.

Onana hefur átt ansi marga slaka leiki með United eftir að hann gekk í raðir félagsins í sumar.

Segja enskir miðlar að hann skoði það nú að einbeita sér að félagsliði sínu og sleppa Afríkukeppninni.

Ef Kamerún velur hann hins vegar í hóp sinn, þá getur FIFA sett Onana í bann ef hann neitar að mæta í mótið.

Onana kom til United frá Inter í sumar en hann hefur verið ansi mistækur og þá sérstaklega í Meistaradeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum