fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Sjáðu atvikið í gær sem margir eru brjálaðir yfir – „Þvílíkt andskotans bull“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 08:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var dramtík í París í gær þegar heimamenn í PSG tóku á móti Newcastle.

Newcastle var grátlega nálægt því að vinna frábæran útisigur en allt kom fyrir ekki. Heimamenn voru mun meira með boltann í leiknum og fengu fleiri færi en það voru gestirnir frá Englandi sem komust yfir með marki Alexander Isak á 24. mínútu.

Undir blálokin fékk PSG hins vegar vítaspyrnu og úr henni skoraði Kylian Mbappe. Lokatölur 1-1.

Vítaspyrnudómurinn þykir afar umdeildur en boltinn fór af líkama Tino Livramento og þaðan í hönd hans, eitthvað sem væri til að mynda ekki talið hendi í ensku úrvalsdeildinni.

Szymon Marciniak dómari kíkti hins vegar í skjáinn og benti svo á punktinn. Atvikið má sjá hér.

Stuðningsmenn Newcastle voru vægast sagt ósáttir við dóminn. Goðsögn félagins Alan Shearer þar á meðal.

„Gerðu mér greiða maður. Þvílíkt andskotans bull,“ skrifaði hann.

Michael Owen, annar fyrrum leikmaður, tjáði sig einnig.

„Þetta er aldrei víti. Við erum fjær stöðugleika í reglunni um hendi en við höfum nokkurn tímann verið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Sviss

Íslendingar að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Enn eitt höggið fyrir Tottenham

Enn eitt höggið fyrir Tottenham
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Skiptin urðu að engu í gær

Skiptin urðu að engu í gær