fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Meistaradeildin: Sturluð frammmistaða Arsenal sem vann riðilinn – Orri kom við sögu í jafntefli gegn Bayern

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 22:02

Kai Havertz. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var stuð í fimmtu umferð Meistaradeildarinnar í kvöld en Arsenal stal sviðsljósinu með rosalegri frammistöðu í kvöld gegn Lens á heimavelli.

Orri Steinn Óskarsson kom við sögu í góðum leik FCK gegn FC Bayern á útivelli.

A-riðill:

FCK hélt úti markalausu jafntefli gegn FC Bayern og eru með fimm stig í riðlinum. Það er sami stigafjöldi og Galatasaray en Bayern er með 13 stig og búið að vinna riðilinn.

Manchester United er með fjögur stig og þarf að vinna Bayern í síðasta leiknum og treysta á jafntefli Galatasaray og FCK til að fara áfram.

Orri Steinn Óskarsson lék hálftíma í leiknum.

Getty Images

B-riðill:

Arsenal slátraði Lens á heimavelli í Meistaradeildinni í kvöld, liðið skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik og vann að lokum 6-00 sigur. Kai Havertz, Gabriel Jesus, Bukayo Saka, Gabriel Martinelli og Martin Odegaard skoruðu mörk liðsins í fyrri hálfleik en Jorginho skoraði úr víti í þeim síðari.

Arsenal er búið að vinna riðilinn en PSV er með átta stig í öðru sæti en Lens er með fimm stig. Sevilla er úr leik en liðið gerði 2-3 sigri PSV.

C-riðill:

Real Madrid heldur áfram að gera vel en liðið vann 4-2 sigur á Napoli á heimavelli í kvöld. Jude Bellingham skoraði eitt marka Real og er liðið komið áfram.

Braga og Union Berlin gerðu jafntefli. Í síðustu umferð mætast Napoli og Braga en Napoli er með sjö stig og Braga er með fjögur stig. Union Berlin er hins vegar úr leik.

D-riðill:

Í D-riðli voru tvö jafntefli, Inter og Benfica gerðu 3-3 jafntefli Real Sociedad og Salzburg gerðu markalaust jafntefli.

Sociedad og Inter eru komin áfram en bæði eru með ellefu stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þorsteinn sammála dómnum umtalaða

Þorsteinn sammála dómnum umtalaða
433Sport
Í gær

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin