fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Meistaradeild Evrópu: PSG bjargaði gríðarlega mikilvægu stigi gegn Newcastle – Frábær endurkoma Manchester City

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 22:10

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex leikjum er nýlokið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikið var í 5. umferð í riðlum E til H.

E-riðill
Feyenoord tók á móti Atletico Madrid og vann spænska liðið nokkuð þægilegan sigur, 1-3. Tvö marka Atletico voru sjálfsmörk en Mario Hermoso skoraði eitt.

Fyrr í dag vann Lazio Celtic í þessum riðli og þýða úrslit dagsins að Atletico og Lazio eru komin áfram.

Getty Images

F-riðill
Í þessum dauðariðli var allt galopið fyrir leiki kvöldsins. Í Mílanó tók AC Milan á móti Borussia Dortmund. Marco Reus kom Þjóðverjunum yfir með marki af vítapunktinum á 10. mínútu en Samuel Chukwueze jafnaði fyrir Milan fyrir leikhlé. Snemma leiks hafði Olivier Giroud klikkað á punktinum fyrir heimamenn.

Jamie Bynoe-Gittens kom Dortmund yfir eftir tæpan klukkutíma leik og Karim Adeyemi innsiglaði svo glæsilegan 1-3 sigur.

Newcastle var þá grátlega nálægt því að vinna frábæran útisigur á Paris Saint-Germain. Heimamenn voru mun meira með boltann og fengu fleiri færi en það voru gestirnir frá Englandi sem komust yfir með marki Alexander Isak á 24. mínútu.

Undir blálokin fékk PSG hins vegar vítaspyrnu og úr henni skoraði Kylian Mbappe. Lokatölur 1-1.

Dortmund er á toppi riðilsins með 10 stig og er komið áfram. PSG er með 7 stig, Newcastle 5 og AC Milan 5. Newcastle tekur á móti Milan í lokaumferðinni en PSG heimsækir Dortmund.

Getty Images

G-riðill
Manchester City vann endurkomusigur á RB Leipzig eftir að hafa lent 0-2 undir á heimavelli. Erling Braut Haaland minnkaði muninn á 54. mínútu áður en Phil Foden jafnaði. Julian Alvarez skoraði svo sigurmarkið á 87. mínútu.

City og Leipzig voru þegar komin áfram í þessum riðli en fyrrnefnda liðið hefur nú tryggt toppsætið. Í hinum leik riðilsins vann Young Boys Rauðu Stjörnuna og tekur þriðja sætið.

Getty Images

H-riðill
Porto heimsótti Barcelona og var útlitið gott fyrir gestina þegar Pepe kom þeim yfir á 30. mínútu. Joao Cancelo jafnaði hins vegar skömmu síðar og Joao Felix gerði sigurmarkið á 57. mínútu. Lokatölur 2-1.

Fyrr í dag vann Shakhtar sigur á Royal Antwerp í þessum sama riðli.

Barcelona er með 12 stig á toppi riðilsins og Porto og Shakhtar eru með 9. Barcelona er komið áfram þar sem Porto og Shakhtar mætast innbyrðis í úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum.

Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bjartsýni hjá Liverpool þegar gluggalok nálgast

Bjartsýni hjá Liverpool þegar gluggalok nálgast
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þessir eru líklegastir til að taka við af Amorim

Þessir eru líklegastir til að taka við af Amorim
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bonnie Blue í mjög óvæntu hlutverki – Allt dregið til baka eftir hörð viðbrögð

Bonnie Blue í mjög óvæntu hlutverki – Allt dregið til baka eftir hörð viðbrögð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja leikmann Liverpool til að fylla skarð Eze

Vilja leikmann Liverpool til að fylla skarð Eze