fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Mikael segir færsluna líta illa út – „Hann er í raun að ljúga, þetta byrjar ekki vel“

433
Mánudaginn 27. nóvember 2023 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íþróttavikan kemur út alla föstudaga en þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson sjá um þáttinn. Gestur þessa vikuna var sparkspekingurinn og fótboltaþjálfarinn Mikael Nikulásson.

Gregg Ryder var á dögunum ráðinn sem þjálfari KR en Mikael er mikill stuðningsmaður liðsins.

„Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að ég sé leikmenn ekki standa á hurðinni og biðja um að koma í KR. Ég sé það ekki. Ég hef áhyggjur af því að hópurinn verði ekki nógu góður og þá er erfitt fyrir þjálarann að gera eitthvað,“ sagði hann.

Það vakti athygli á dögunum þegar Kristinn Jónsson fór á Facebook og hló að ummælum Ryder um að leikmaðurinn hafi farið frá KR vegna æfingatímans.

„Það leit alls ekki vel út. Sagan sem ég heyri er að Kiddi Jóns hafi bara viljað ákveðin laun sem KR var ekki tilbúið að samþykkja, ekki einhverjar æfingar í hádeginu,“ sagði Hrafnkell áður en Mikael tók til máls á ný.

„Þetta var ekki góð byrjun og fór alveg í einhverja KR-inga. Hann er í raun að ljúga, þetta byrjar ekki vel.“

Umræðan í heild er í spilaranum að ofan og þátturinn í heild hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur
Hide picture