fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Staðfestir að hann sé á förum frá Manchester United ef ekkert breytist – ,,Ég er ekki sá eini sem bankar á dyrnar“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 26. nóvember 2023 11:23

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donny van de Beek hefur hótað því að yfirgefa félagið í janúarglugganum ef hann fær ekki að byrja fleiri leiki.

Van de Beek spilar nánast ekkert með Manchester United þessa dagana og kom síðast inná sem varamaður gegn Crystal Palace í september.

Hollendingurinn spilaði undir Erik ten Hag hjá Ajax á sínum tíma en hefur engan veginn fundið sig á Englandi.

Van de Beek hefur byrjað sex deildarleiki síðan hann kom á Old Trafford og var um tíma lánaður til Everton.

,,Ég er spenntur fyrir því að spila leiki en þjálfarinn horfir í aðra möguleika. Við erum með stóran hóp og ég er ekki sá eini sem bankar á dyrnar,“ sagði Van de Beek.

,,Við skulum sjá hvað gerist í janúar. Ég þarf að fá að spila leiki mjög bráðlega – ef ekki hjá Manchester United þá verður það hjá öðru félagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar