fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Hvetur þennan mann til að taka slaginn við Guðna – „Það væri gaman því ég held að hann myndi vinna hann í þetta sinn“

433
Sunnudaginn 26. nóvember 2023 07:00

Mynd - RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íþróttavikan kemur út alla föstudaga en þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson sjá um þáttinn. Gestur þessa vikuna var sparkspekingurinn og fótboltaþjálfarinn Mikael Nikulásson.

Guðni Bergsson tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að bjóða sig fram til formanns KSÍ á nýjan leik.

„Mér finnst bara gott hjá honum að bjóða sig fram en Guðni þarf að fá einhvern á móti sér því hann þarf að kynna sína stefnu. Maður heyrir að Þorvaldur Örlygsson sé að pæla í þessu og það yrði mjög áhugaverður slagur,“ sagði Hrafnkell um málið.

Helgi spurði hvort brottför Guðna úr KSÍ árið 2021 gæti haft neikvæð áhrif en í hans formannstíð var KSÍ sakað um að bregðast ekki við meintu ofbeldi landsliðsmanna.

„Það hefði kannski áhrif ef öll þjóðin fengi að kjósa en ekki fyrst þetta eru bara aðildarfélögin er það ekki,“ sagði Mikael og hélt áfram. „Ef Guðni fær almennilegan mann á móti sér held ég að hann tapi þessu.“

Mikael vill sjá Björn Einarsson taka slaginn á nýjan leik en Guðni hafði betur gegn honum í formannskjöri 2017.

„Það væri gaman því ég held að hann myndi vinna hann í þetta sinn.“

Umræðan í heild er í spilaranum hér ofar og hér að neðan er þátturinn í heild.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433Sport
Í gær

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Í gær

Antony að fá draumaskiptin

Antony að fá draumaskiptin
Hide picture