fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Hrafnkell ómyrkur í máli eftir tíðindin – „Ég vil ekki sjá þetta, ég vil að þetta sé bannað“

433
Laugardaginn 25. nóvember 2023 21:30

Hrafnkell Freyr.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íþróttavikan kemur út alla föstudaga en þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson sjá um þáttinn. Gestur þessa vikuna var sparkspekingurinn og fótboltaþjálfarinn Mikael Nikulásson.

Á dögunum kusu ensk úrvalsdeildarfélög gegn því að bann yrði sett við því að lána leikmenn á milli félaga með sömu eigendur. 13 af 20 félögum kusu með banninu en 14 þarf til.

Því má Newcastle, í eigu Sádi-Araba, til að mynda fá leikmenn frá stóru liðunum þar í landi eins og talað hefur verið um með Ruben Neves hjá Al Hilal.

„Ég vil ekki sjá þetta, ég vil að þetta sé bannað. Nú getur Ratcliffe hent bestu leikmönnum Nice í United og mér finnst það skrýtið. Sama ef Ruben Neves fer í Newcastle í janúar, það væri bara eitthvað skrýtið við það,“ sagði Hrafnkell um málið.

Mikael var ekki alveg á sama máli en vill ekki að menn geti átt fleira en eitt félag.

„Mér finnst eiginlega meira spes að menn geti átt í tveimur liðum. Til að koma í veg fyrir þetta áttu ekki að fá að eiga fleiri en tvö lið,“ sagði hann.

„Peningar eru bara að eyðileggja fótboltann. Sama hvort það er þetta eða eitthvað annað. Ef maður byggi ekki á Íslandi heldur á Spáni eða einhvers staðar sem er alltaf sól væri maður bara hættur að horfa á þetta.“

Hrafnkell tók í sama streng.

„Besta dæmið er bara ofborgaðir leikmenn Manchester United.“

Mikael er stuðningsmaður United en er hættur að pirra sig á gengi liðsins.

„Hvernig nenna menn að pirra sig á þessu? Ofborgaðir leikmenn í hverri stöðu og ég og Keli gætum allt eins verið að spila þarna frítt.“

Umræðan í heild er í spilaranum hér ofar og þátturinn í heild er hér neðar.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Verður ekki seldur í janúar

Verður ekki seldur í janúar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar
433Sport
Í gær

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England
Hide picture