fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433Sport

Skotmark City og United kostar stjarnfræðilega upphæð

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 24. nóvember 2023 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joao Neves er ansi eftirsóttur þessa dagana og er hann orðaður við fjölda stórliða.

Þessi 19 ára gamli miðjumaður þykir ansi mikið efni en hann er á mála hjá Benfica í heimalandinu. Þar spilar hann stóra rullu þrátt fyrir ungan aldur.

Þá lék Neves sína fyrstu landsleiki á dögunum en leikur númer tvö kom einmitt gegn Íslandi á sunnudag.

Manchester United og Manchester City eru á meðal félaga sem fylgjast náið með Neves en Benfica hefur ekki í hyggju að selja hann neitt á næstunni.

Þá er klásúla upp á 105 milljónir punda í samningi leikmannsins og alls óvíst hvort félög séu til í að borga svo mikið fyrir svo ungan leikmann.

Þetta er sama klásúla og var í samningi Enzo Fernandez hjá Benfica þegar Chelsea keypti hann í byrjun árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Southampton gerir stólpagrín á TikTok eftir ummæli frá leikmanni City um helgina

Southampton gerir stólpagrín á TikTok eftir ummæli frá leikmanni City um helgina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allir starfsmenn Tottenham fá frían miða á úrslitaleikinn en starfsmenn United ekki neitt

Allir starfsmenn Tottenham fá frían miða á úrslitaleikinn en starfsmenn United ekki neitt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Real Madrid með óvænt nafn á blaði – Leikmaður Liverpool gæti fyllt skarð hans

Real Madrid með óvænt nafn á blaði – Leikmaður Liverpool gæti fyllt skarð hans
433Sport
Í gær

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þá aumkunarverða – „Takið til í hausnum á ykkur, trúðar“

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þá aumkunarverða – „Takið til í hausnum á ykkur, trúðar“
433Sport
Í gær

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester
433Sport
Í gær

Besta deildin: Víkingar á toppinn

Besta deildin: Víkingar á toppinn