fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Var rekinn úr starfi og stórfurðuleg yfirlýsing vekur upp reiði fólks – „Þetta er til skammar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. nóvember 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bridgwater United er lið sem ekki margir hafa heyrt um hér á landi en það spilar í níundu efstu deild enska fótboltans. Félagið er hins vegar búið að reka þjálfara sinn og hvernig það var tilkynnt hefur vakið mikla athygli.

Dave Pearse var leystur undan störfum eftir sjö ár hjá Bridgewater sem leikmaður og þjálfari. Liðið situr í öðru sæti og er í hörkubaráttu um að fara upp um deild en ákveðið var að skipta um stjóra og aðstoðarmaður Pearse tekinn við í bili.

„Eftir sjö ár David sem spilandi þjálfari og síðar þjálfari hefur liðið ekki en komist upp um deild. Úrslitin hingað til hafa verið fín en ekki frábær. Þrjú töp kostuðu félagið 9 stig og 10 þúsund pund í kostnað. Það er ekki ásættanlegt fyrir nýja eigandann okkar, Ian Davis,“ segir í furðulegri yfirlýsingu Bridgewater.

„Ian vill að félagið fari upp og það var erfitt fyrir hann að taka þessa ákvörðun en hann taldi mikilvægt að það þyrfti ferskt blóð til að koma félaginu á þann stað sem við viljum hafa það. 

Ian hefur eytt miklum peningum í að hreinsa félagið af skuldum og hefur bætt innviðina hér mikið. Hann vill bara það besta fyrir félagið. Þetta snýst um það en ekki einhverja eina manneskju.“

Yfirlýsingin þykir furðuleg og fór öfugt ofan í fólk.

„Þetta er til skammar,“ skrifaði einn netverji og margir tóku í sama streng.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo