Ummæli Alexis Mac Allister er skemmtilegur karakter og ummæli hans eftir sigur Argentínu á Brasilíu í nótt hafa vakið mikla athygli.
Argentína vann 0-1 sigur í Brasilíu í nótt. Það sem skyggir á sigur liðsins eru þó hörð slagsmál sem brutust út milli stuðningsmanna Argentínu og brasilískrar lögreglu.
Mac Allister, sem gekk í raðir Liverpool í sumar, var þó léttur eftir sigurinn.
„Að vinna gegn Brasilíu á Maracana í undankeppni HM er eins og að horfa á klám,“ sagði hann.
Þetta var fyrsta tap Brasilíu á heimavelli í sögu undankeppni HM.