fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Upp úr sauð á Suðurlandsbraut þegar Ríkharð vakti athygli á þessu – „Ekki vera svona vitlausir alla daga“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom mörgum á óvart um helgina þegar Antoine Griezmann var orðaður við Manchester United um helgina. Þetta var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin. Þar gaf sparkspekingurinn geðþekki Kristján Óli Sigurðsson lítið fyrir þessa orðróma.

Kristján var ekki lengi að taka til máls eftir að þáttastjórnandinn Ríkharð Óskar Guðnason hóf að ræða orðrómana um Griezmann og Manchester United.

„Ríkharð, ekki lesa bara einhverja slúðurmiðla,“ sagði Kristján.

„Þetta kæmi ekkert á óvart. United er búið að gera þetta milljón sinnum,“ skaut Ríkharð þá inn í áður en Kristján tók til máls á ný.

„Þetta er þvættingur. Það er verið að búa til fréttir, ekki vera svona vitlausir alla daga.“

Ríkharð færði þá rök fyrir máli sínu.

„Hversu oft hefur United farið þessa leið? Hversu oft? 36 ára Zlatan, Henrik Larsson, Edinson Cavani. Á ég að halda áfram? Odion Ighalo. Þvættingur er þetta,“ sagði hann.

Mikael Nikulásson var með þeim félögum í setti að vanda.

„Það er allt í lagi, ef hann fær eðlileg laun, að taka hann í eitt og hálft ár. Eini möguleikinn til að hann komi er sennilega að bjóða honum einhver stjarnfræðileg laun og það er auðvitað bara þvæla,“ sagði Mikael.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur