fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Birta myndir sem sanna að kofinn sé að hruni komin – Allt míglekur og nú er byrjað að detta úr loftinu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Old Trafford is falling down,“ syngja flest gestalið sem mæta á Old Trafford þessa dagana enda er völlurinn í algjörri niðurníslu og hefur verið lengi.

Glazer fjölskyldan hefur ekki viljað leggja eina krónu í völlinn eða æfingasvæði félagsins og hafa fengið mikla gagnrýni fyrir.

Þakið á vellinum er farið að mígleka og þegar það rignir mikið eru stuðningsmenn oftar en ekki rennandi blautir.

Það var svo um helgina sem stuðningsmenn voru mættir á kvennaleik hjá félaginu og þá byrjaði að hrynja steypa úr stúkunni.

Stuðningsmenn voru að gera sig kláran í leikinn og féll steypa í hausinn á tveimur sem fengu högg og áverka vegna þess.

Forráðamenn United vilja ekki tjá sig um málið en ljóst er að stuðningsmenn félagsins vilja fara að sjá endurbætur á vellinum sem er sá stærsti í ensku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum