fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Kári með góð ráð fyrir íslensku leikmennina: Hugarfarið mögulega ekki rétt – ,,Eins og himinn og jörð séu að farast“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 19. nóvember 2023 22:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason, goðsögn íslenska landsliðsins, tjáði sig í settinu hjá Stöð 2 Sport í kvöld eftir leik Íslands við Portúgal.

Bruno Fernandes og Ricardo Horta skoruðu einu mörkin í leik kvöldsins en Ísland tapaði viðureigninni 2-0.

Frammistaðan var þó betri en gegn Slóvakíu á dögunum þar sem strákarnir þurftu að sætta sig við 4-1 tap.

,,Það er engin spurning um það, maður kallaði eftir því að einbeitingin þyrfti að vera til staðar í 90 mínútur plús og mér fannst hún vera það í dag. Auðvitað er erfitt að halda hreinu á móti svona góðu liði,“ sagði Kári við Stöð 2 Sport.

,,Við getum ekki sýnt 100 prósent einbeitingu gegn Portúgal tvisvar og svo ef menn ætla að velja sér leiki, það er bara hræðslan sem kveikir á mönnum. Þú verður að fara inn í alla leiki með því hugarfari að þetta geti endað illa og að himinn og jörð séu að farast ef þú tapar þessu.“

Kári ræddi svo landsliðsþjálfara Íslands, Age Hareide, sem hefur ekki upplifað auðvelt verkefni hingað til.

,,Honum til varnar hefur hann bara fengið keppnisleiki til að finna út hvað hans besta lið er og það er náttúrulega erfitt. Það eru margir í dag sem áttu flotta frammistöðu og gera tilkall til að festa sig í liðinu.“

,,Gummi Tóta var flottur í vinstri bakverðinum og við vitum að Jón Dagur er pirrandi fyrir andstæðinginn og leggur sig allan fram. Hjörtur var einnig flottur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Agla María var steinhissa: ,,Ég skildi ekkert í þessu“

Agla María var steinhissa: ,,Ég skildi ekkert í þessu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM