Kai Havertz, leikmaður Arsenal, gæti nothæfur í annarri stöðu en á miðjunni eða í framlínunni.
Það er miðað við leik Þýskalands sem fór fram í gær en liðið mætti Tyrklandi en tapaði vissulega 3-2 í vináttuleik.
Havertz byrjaði leikinn fyrir Þýskaland en hann var ekki framarlega á vellinum heldur í vinstri bakverði sem kom gríðarlega á óvart.
Havertz fékk að spila allan leikinn í tapinu en hann hefur átt erfitt uppdráttar með Arsenal á Englandi í vetur.
Nú skora margir á Mikel Arteta, stjóra Arsenal, að prófa Havertz í bakverðinum en hann virðist geta spilað nánast alls staðar á vellinum.