Aron Jóhannsson hefur skrifað undir samning við Aftureldingu en þetta staðfesti félagið í kvöld.
Um er að ræða 29 ára gamlan leikmann sem ákvað að yfirgefa Fram á dögunum sem leikur í Bestu deildinni.
Afturelding var einum leik frá því að komast í Bestu deildina síðasta sumar en tapaði gegn Vestra í úrslitaleik.
Aron var ekki félagslaus lengi en hann gerir tveggja ára samning við Mosfellinga.
Aron skoraði sex mörk fyrir Fram í efstu deild í sumar og á einnig að baki leiki fyrir Grindavík og Hauka.
Aron í Aftureldingu ✍️
Miðjumaðurinn öflugi @AronJP22 hefur skrifað undir tveggja ára samningu við Aftureldingu. Aron kemur til Aftureldingar frá Fram þar sem hann skoraði sex mörk í Bestu deildinni í sumar. Aron hefur einnig leikið með Grindavík og Haukum á ferli sínum pic.twitter.com/PpMz8nJyps— Afturelding (@umfafturelding) November 19, 2023