fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
433Sport

Alfreð sendir baráttukveðjur til Grindvíkinga: Aldrei upplifað annað eins – ,,Hugur minn er hjá fólkinu“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 19. nóvember 2023 22:15

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Finnbogason ræddi við Stöð 2 Sport í kvöld eftir leik Íslands við Portúgal í undankeppni EM.

Ísland spilaði þéttan og fínan varnarleik í viðureigninni en Portúgal er með frábært lið og skoraði tvö mörk í 2-0 sigri.

Frammistaðan var þó mun betri en gegn Slóvakíu á dögunum þar sem Ísland fékk skell, 4-1.

,,Við getum sótt grunninn í leikjum eins og þessum og gegn Slóvakíu heima og Portúgal heima þar sem varnarvinnan er upp á tíu og við erum að verjast sem lið, það verður alltaf grunnurinn fyrir okkur,“ sagði Alfreð.

,,Við sköpum okkur alltaf færi, við þurfum að finna þetta mix og finna okkar identity og vinna í því. Við höfum ekki mikinn tíma, það er enginn leikur þar sem við erum allir saman þar til í mars.“

Alfreð var svo spurður út í ástandið í Grindavík sem er mjög slæmt en miklar skemmdir hafa orðið í bænum og er búist við eldgosi á hverri stundu. Alfreð þekkir vel til bæjarins og lék með yngri flokkum félagsins.

,,Ekki spurning, margir góðir vinir mínir búa í Grindavík eða eiga fjölskyldu í Grindavík og sama með vinafólk fjölskyldu minnar og foreldra. Maður hefur aldrei upplifað annað eins, þetta er skrítin staða þar sem allir eru að bíða eftir að eitthvað gerist. Ég sendi mínar baráttukveðjur og hugur minn er hjá fólkinu í Grindavík og ég vona að þau fái lausn á sínum málum sem fyrst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona er hópur Þorsteins fyrir tvo mikilvæga leiki

Svona er hópur Þorsteins fyrir tvo mikilvæga leiki
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Myndband: Frakkar telja sig hafa verið hlunnfarna á Íslandi – „Andrúmsloftið hafði áhrif á dómarann“

Myndband: Frakkar telja sig hafa verið hlunnfarna á Íslandi – „Andrúmsloftið hafði áhrif á dómarann“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ummæli Trump um eiganda stórliðsins vekja hörð viðbrögð

Ummæli Trump um eiganda stórliðsins vekja hörð viðbrögð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sverrir brattur eftir magnaða frammistöðu – „„Að svara eftir föstudaginn var sérstaklega gott“

Sverrir brattur eftir magnaða frammistöðu – „„Að svara eftir föstudaginn var sérstaklega gott“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ísak Bergmann uppljóstrar því hvernig Arnar barði trú í liðið – „Hvernig hann brást við, hann tók okkur á tal“

Ísak Bergmann uppljóstrar því hvernig Arnar barði trú í liðið – „Hvernig hann brást við, hann tók okkur á tal“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Daníel Leó eftir frábæra frammistöðu gegn Frökkum – „Verðum betri og betri með hverjum leiknum“

Daníel Leó eftir frábæra frammistöðu gegn Frökkum – „Verðum betri og betri með hverjum leiknum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs eftir jafnteflið – „Við vorum að læra af síðasta leik“

Arnar Gunnlaugs eftir jafnteflið – „Við vorum að læra af síðasta leik“