Spænskir fjölmiðlar hafa dreift lygasögum um Ilkay Gundogan og umboðsmann hans, Ilhan Gundogan, sem er einnig bróðir leikmannsins.
Greint var frá því á dögunum að Gundogan væri í viðræðum við Galatasaray í Tyrklandi en hann gekk í raðir Barcelona í sumar frá Manchester City.
Ilhan þvertekur fyrir þessar sögusagnir og segir að spænskir miðlar hafi ekkert fyrir sér í þessu ákveðna máli.
,,Það sem er verið að segja um Ilkay þessa dagana er einfaldlega ekki rétt. Ég hef aldrei hitt mann frá Galatasaray til að ræða Ilkay,“ sagði Ilkhan.
,,Það var aldrei neitt í gangi þarna á milli og ég vil koma því á framfæri. Bæði ég og Ilkay erum steinhissa á að þetta hafi orðið að frétt.“
,,Ilkay er mjög ánægður í Barcelona og er einbeittur að því verkefni.“