fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Íslensk stjórnvöld virðast ekkert ætla að gera í málinu – „Endalaust talað um þetta, tími aðgerða er genginn í garð“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 18. nóvember 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi var gestur í Íþróttavikunni um helgina. Þessi fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnumaður fór víða yfir sviðið.

Farið var yfir fréttir vikunnar en Jón Rúnar Halldórsson, stjórnarmaður í ÍTF hefur bent á það stjórnvöld séu lítið að gera fyrir fótboltann og íþróttir í landinu.

Laugardalsvöllur er ekki leikhæfur þann tíma sem landsleikir fara fram og því stefnir í það að landsliðin okkar þurfi að leika heimaleiki erlendis á næsta ári.

„Það er mjög lítið, maður spyr sig hvort að það hefði átt að nota peningana sem komu vegna EM og HM inn. Borga þetta sjálf að hluta, það er ekkert til núna,“ segir Kári um stöðuna.

„Þú ert að treysta á að stjórnvöld geri eitthvað en þau gera ekki neitt. Það er endalaust talað um þetta, tími aðgerða er genginn í garð,“ segir Kári.

video
play-sharp-fill

Talið er að karlalandsliðið leiki erlendis í mars þegar miði á Evrópumótið er í boði. „Maður hefur heyrt Malmö eða Manchester, þetta er eitthvað sem enginn vill. Þetta er mikill séns og góðar tekjur, í staðinn fara tekjurnar í allt annað. Þetta er galin staða,“ segir Kári.

Forráðamenn KSÍ eru farnir að skoða að leggja nýtt undirlag á Laugardalsvöll enda er ljóst að stjórnvöld og borgin munu ekki byggja nýjan völl á næstu árum

Talað hefur verið um að leggja gervigras á völlinn en Hrafnkell Freyr Ágústsson sér það ekki gerast. „Bara ekki séns, okkar bestu leikmenn hafa spilað í 15 plús ár á grasi. Fyrir þá að fara á gervigras væri skelfilegt,“ segir Hrafnkell.

Einnig er skoðað að setja Hybrid-gras sem Kári segir að það sé hin fullkomna leið. „Við sjáum hvernig þetta FH ævintýri gengur. Það er frábært hjá þeim, það er ekki spurning að setja Hybrid gras á Laugardalsvöll,“ segir Kári.

„Þetta er gras sem er hannað til fótbolta, það er miklu betra en venjulegt gras. Þú finnur ekki að það sé neitt gervigras, hann verður aldrei þungur eins og Laugardalsvöllur á það til að vera.“

Umræðan er hér að ofan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir hegðun hins umdeilda eiganda vera hneyksli – Sjáðu uppákomuna

Segir hegðun hins umdeilda eiganda vera hneyksli – Sjáðu uppákomuna
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Casemiro gefur í skyn að hann vilji halda áfram á Old Trafford

Casemiro gefur í skyn að hann vilji halda áfram á Old Trafford
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Velur Noble frekar en Fabregas

Velur Noble frekar en Fabregas
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

,,Manchester united þarf að vera topp eitt“

,,Manchester united þarf að vera topp eitt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Er Ronaldo óvænt á förum?

Er Ronaldo óvænt á förum?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal vill framlenga til 2029

Arsenal vill framlenga til 2029
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Fabregas eða Ten Hag?
433Sport
Í gær

,,Hann var sá eini sem reyndi að tala við mig, koma til mín og bjóða mér í mat“

,,Hann var sá eini sem reyndi að tala við mig, koma til mín og bjóða mér í mat“
433Sport
Í gær

England: Tottenham og United töpuðu heima – Forest missteig sig aftur

England: Tottenham og United töpuðu heima – Forest missteig sig aftur
433Sport
Í gær

Eins og krakki á jólunum eftir fyrsta stóra titilinn – Fékk alvöru bjórsturtu á meðan hann tók upp

Eins og krakki á jólunum eftir fyrsta stóra titilinn – Fékk alvöru bjórsturtu á meðan hann tók upp
433Sport
Í gær

Gaf ljótt olnbogaskot en var ekki refsað: Enginn skilur neitt – Sjáðu myndbandið

Gaf ljótt olnbogaskot en var ekki refsað: Enginn skilur neitt – Sjáðu myndbandið
Hide picture