Sergio Ramos, goðsögn Real Madrid, hefur svarað fyrir sig eftir umdeilt myndband sem birtist af honum á dögunum.
Ramos sást þar neita að árita treyju Madrid en hann lék með liðinu í 16 ár og vann allt mögulegt á tíma sínum þar.
Myndbandið var þó tekið úr samhengi en Ramos segist hafa áritað allt að sex Real treyjur stuttu áður.
Ramos er í dag leikmaður Sevilla en hann gekk í raðir liðsins í sumar eftir dvöl hjá Paris Saint-Germain.
,,Áður en myndbandið byrjar þá var ég búinn að árita sex Real Madrid treyjur. Það er fólk sem reynir að selja þessar treyjur á internetinu...“ sagði Ramos og er það hans vörn.
Myndbandið má sjá hér.
¿Alguien me explica por qué Sergio Ramos rechaza firmar la camiseta del Real Madrid?
— Real Madrid Fans 🤍 (@MadridismoreaI) November 17, 2023