Það eru ekki allir sem hafa kjarkinn í að gagnrýna goðsögnina Roy Keane opinberlega en maður að nafni Jason Mcateer er ekki einn af þeim.
Mcateer spilaði með Keane í írska landsliðinu og á að baki 52 landsleiki og lék einnig með Liverpool svo eitthvað sé nefnt.
Keane og Mcateer voru liðsfélagar í írska landsliðinu í langan tíma en sá síðarnefndi er alls enginn aðdáandi þess fyrrnefnda.
Keane er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester United en hann fór nýlega yfir öll þau rauðu spjöld sem hann fékk á ferli sínum – þau voru 11 talsins.
,,Það er ekki hægt að þagga niður í þessum trúð í dag. Nei, við vorum aldrei liðsfélagar því hann mætti aldrei og þegar hann mætti þá var hann farinn heim stuttu seinna,“ sagði Mcateeer á meðal annars.
Hans Twitter færslu má sjá hér.
Love it. Players shouting their mouths off !!! Funny You can’t shut the clown up now. And no we weren’t team -mates cause he never showed up and when he did he went home !!!! Please !!!!! Bore off. https://t.co/ysPu1H5Ry9
— Jason Mcateer (@MCATEER4) November 17, 2023