fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Útskýrir fagnið undarlega gegn Manchester City – ,,Gat ekki fagnað eins og venjulega“

Victor Pálsson
Föstudaginn 17. nóvember 2023 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cole Palmer, leikmaður Chelsea, veit ekki af hverju hann fagnaði eins og hann gerði gegn Manchester City um síðustu helgi.

Palmer yppti öxlum eftir að hafa skorað jöfnunarmark Chelsea gegn Man City í leik sem lauk með 4-4 jafntefli.

Englendingurinn vissi í raun ekki hvernig hann ætti að fagna markinu þar sem hann var að skora gegn eigin uppeldisfélagi.

Venjulega hefði Palmer fagnað mun meira en raun bar vitni í þessum leik en hann er nú staddur með enska landsliðinu og fékk kallið eftir leikinn umtalaða gegn Englandsmeisturunum.

,,Ég var þarna í 15 ár, ég get ekki fagnað markinu eins og ég myndi gera venjulega þegar ég skora jöfnunarmark á 95. mínútu,“ sagði Palmer.

,,Ég ákvað bara að lyfta upp höndunum. Ég veit ekki af hverju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur