Þrír leikmenn Manchester United gætu fengið tilboð frá Sádí Arabíu í janúar ef marka má fréttir dagsins.
Þar segir að Casemiro, Jadon Sancho og Raphael Varane séu allir undir smásjá liða þar í landi.
Sancho er líklegastur til að fara í janúar enda hefur hann ekki fengið að æfa með United í margar vikur.
Varane er í klípu hjá Ten Hag og fær fá tækifæri innan vallar núna.
Casemiro sem er á sínu öðru tímabili hjá United er einnig sagður til sölu en United virðist vilja losna við hann.
Það er þó talið líklegt að Casemiro verði hjá United fram á næsta sumar og þá gæti staðan breyst.