Liverpool og Manchester City eru að skoða það að fá til sín vængmanninn Leroy Sane sem spilar fyrir Bayern Munchen.
Frá þessu greina þýskir miðlar en Sane þekkir vel til Englands og lék lengi vel með einmitt Man City.
Liverpool horfir á Sane sem mögulegan eftirmann Mohamed Salah sem kveður líklegast á næsta ári.
Sane er enn aðeins 27 ára gamall og hefur staðið sig ágætlega í Þýskalandi og vann þá deildina með Man City í tvígang.
Hann gekk í raðir Bayern fyrir þremur árum síðan en samkvæmt blaðamanninum virta Christian Falk er leikmaðurinn opinn fyrir því að snúa aftur til Englands.