Ernesto Valverde, leikmaður Real Madrid, hefur staðfest það að hann hafi fengið þann möguleika á að semja við Arsenal árið 2016.
Valverde fór á reynslu hjá Arsenal en ákvað að hafna samningstilboði liðsins en hann lék á þessum tíma í heimalandinu, Úrúgvæ.
Valverde var gríðarlegt efni á þessum tíma og hefði getað fengið risa launahækkun með undirskrift á Englandi.
,,Ef þið gúgglið nafnið mitt þá sjáiði að ég var næstum farinn til Arsenal þegar ég var 16 ára gamall,“ sagði Valverde.
,,Það er bara hluti af því sem gerðist, ég hef ekkert á móti Arsenal en ég hafði aldrei áhuga á að fara til Englands.“
,,Fólk sagði við mig að ég væri klikkaður að vilja ekki fara til Arsenal, að ég gæti þénað miklu meiri pening þar.“